KIA Gullhringurinn

Skráning í KIA Gullhringinn

Allar upplýsingar varðandi skráningu í KIA Gullhringinn, skemmtilegustu hjólreiðakeppni á Íslandi eru hér. Vinsamlegast farið vel yfir skilmála og reglur til þess að vera sem best útbúin/n fyrir keppnina.

Upplýsingar fyrir skráningu

Skráning hefst þriðjudaginn 10. desember kl 10:00 2019 og líkur 9. júlí 2020 kl 23:59. Keppnisgögn verða afhent í Öskju, KIA umboðinu á Íslandi, frá kl 12:00 til 18:00, föstudaginn 10. júlí 2020.

Þátttökugjald:

  • Skráningargjald til miðnættis 31. desember: 8.900,- kr 
  • Skráningargjald til miðnættis 5. apríl: 10.900,- kr 
  • Skráningargjald: 12.900,- kr 
  • Skráningu lýkur á miðnætti: 9. júlí 2020
  • Á keppnisdag milli 13:00 og 15:00 er hægt að skrá* sig til leiks fyrir
    14.900 – þá getum við ekki tryggt að keppnisbolur fáist eða aðrar keppnisgjafir fylgi – en frítt í Fontana fylgir

Þú verður færð/ur yfir á skráningarsíðu okkar hjá samstarfsaðila okkar, Competiz sem sér um skráningu og greiðslutöku fyrir keppnina.

Innifalið í keppnisgjaldi KIA BRONS, KIA SILFUR OG KIA GULL:

Gjafakort með aðgang að Fontana laugunum sem hægt er að nota á keppnisdag eða hvenær sem hentar í ár frá keppnisdegi. KIA Gullhrings keppnispoki úr endurunnu efni með Snickers og ýmislegu gagnlegu frá samstarfsaðilum keppninnar. Síðast en ekki síst aðgangur að Kia Gullhrings-grillveislunni og ísköldum keppnis bjór* að lokinni keppni.

*Aðeins fyrir 20 ára og eldri.

  • Sama skráningargjald er í allar vegalengdir
  • ATH: SKRÁNINGARGJALD ER EKKI ENDURGREITT

Breytingar á skráningu

Það má keppa á flögu annarra á þeirra nafni en þá er árangur skráður á þann aðila sem skráður var upprunalega á flögunúmerið.

Fyrir 1.500,- kr. er hægt að breyta nafni keppanda á flögu en það er gert á Laugarvatni á keppnisdag og það er hægt til kl 16:00 og er það gert í anddyri Fontana lauganna.

Um aðstöðu

Á mótssvæðinu er læknir á vakt. Þar er einnig fullbúinn sjúkrabíll og björgunarsveit. Brautarbílar fylgja öllum keppnisflokkum og sér útbúinn bíll keyrir á eftir fjölmennustu flokkunum með viðgerðabúnað og getur flutt keppendur og hjól úr brautinni á mótstað ákveði keppendur að hætta við keppni í brautinni einhverja hluta vegna.

Eftir hverju ertu að bíða, smelltu á takkann hér fyrir neðan og skráðu þig í KIA Gullhringinn! Sjáumst á Laugarvatni í sumar!

Mundu #kiagull

Þú verður færð/ur yfir á skráningarsíðu okkar hjá samstarfsaðila okkar, Competiz sem sér um skráningu og greiðslutöku fyrir keppnina.

Sponsor KIA
Sponsor Tag Heuer
Sponsor Fontana
Sponsor Garmin
Sponsor Snickers
Sponsor Snickers
Sponsor Snickers
Sponsor Samskip
Sponsor Byko

Fáðu keppnisblaðið beint!

Gakktu í hóp fríðan flokk af fólki sem fær nýjustu fréttir af keppninni ásamt skemmtilegum tengdum greinum og molum varðandi hjólreiðar á Íslandi og víðar.

© KIA Gullhringurinn 2012 - 2021
Website by: Gasfabrik