Upplýsingar fyrir skráningu
Skráning hefst þriðjudaginn 10. desember kl 10:00 2019 og líkur 9. júlí 2020 kl 23:59. Keppnisgögn verða afhent í Öskju, KIA umboðinu á Íslandi, frá kl 12:00 til 18:00, föstudaginn 10. júlí 2020.
Þátttökugjald:
- Skráningargjald til miðnættis 31. desember: 8.900,- kr
- Skráningargjald til miðnættis 5. apríl: 10.900,- kr
- Skráningargjald: 12.900,- kr
- Skráningu lýkur á miðnætti: 9. júlí 2020
- Á keppnisdag milli 13:00 og 15:00 er hægt að skrá* sig til leiks fyrir
14.900 – þá getum við ekki tryggt að keppnisbolur fáist eða aðrar keppnisgjafir fylgi – en frítt í Fontana fylgir
Innifalið í keppnisgjaldi KIA BRONS, KIA SILFUR OG KIA GULL:
Gjafakort með aðgang að Fontana laugunum sem hægt er að nota á keppnisdag eða hvenær sem hentar í ár frá keppnisdegi. KIA Gullhrings keppnispoki úr endurunnu efni með Snickers og ýmislegu gagnlegu frá samstarfsaðilum keppninnar. Síðast en ekki síst aðgangur að Kia Gullhrings-grillveislunni og ísköldum keppnis bjór* að lokinni keppni.
- Sama skráningargjald er í allar vegalengdir
- ATH: SKRÁNINGARGJALD ER EKKI ENDURGREITT
Breytingar á skráningu
Það má keppa á flögu annarra á þeirra nafni en þá er árangur skráður á þann aðila sem skráður var upprunalega á flögunúmerið.
Fyrir 1.500,- kr. er hægt að breyta nafni keppanda á flögu en það er gert á Laugarvatni á keppnisdag og það er hægt til kl 16:00 og er það gert í anddyri Fontana lauganna.
Um aðstöðu
Á mótssvæðinu er læknir á vakt. Þar er einnig fullbúinn sjúkrabíll og björgunarsveit. Brautarbílar fylgja öllum keppnisflokkum og sér útbúinn bíll keyrir á eftir fjölmennustu flokkunum með viðgerðabúnað og getur flutt keppendur og hjól úr brautinni á mótstað ákveði keppendur að hætta við keppni í brautinni einhverja hluta vegna.
Eftir hverju ertu að bíða, smelltu á takkann hér fyrir neðan og skráðu þig í KIA Gullhringinn! Sjáumst á Laugarvatni í sumar!
Mundu #kiagull