KIA Gullhringurinn

Saga KIA Gullhringsins

Allt frá fyrstu keppninni árið 2012 hefur hver keppnin á eftir annari verið stærri, veglegri og skemmtilegri! Hérna eru stiklur frá öllum keppnunum hingað til.

2018 Timeline Photo

Öryggi í fyrirrúmi

KIA Gullhringurinn áfram en með enn meiri áherslu á öryggi Það tók mótsstjórn og haldara nokkurn tíma að jafna sig og meta stöðuna eftir slysið í sumar og ákveða hvort og þá með hvaða hætti keppnin yrði haldin á komandi ári. En það var ákveðið að fara áfram með keppnina með enn meiri krafti og með enn meiri áherslu á öryggi keppenda.

Öll öryggismál verið tekin í gegn og sérstakur sjálfstæður öryggis úttektar aðili skipaður sem mun taka út keppnisbrautina fyrir sumar. Það Ólafur Guðmundsson fulltrúi EURORap evrópsku vegaöryggis-stofnunarinnar. Þá hefur Vegagerðin verið að skoða leyfi fyrir lokunum á umferð á keppnistímanum og fleira.

Þá verður Lögreglan með okkur í lokunum og fylgir stærsta hóp keppendanna. Lögð verður ennþá meiri áhersla á að njóta en ekki þjóta með glæsilegum drykkjarstöðvum sem kallaðar verða skemmtistöðvar en ekki drykkjastöðvar í keppninni ár. Skráning er hafin og okkur hlakkar til að hitta ykkur á Laugarvatni í sumar.

2017 Timeline Photo

Stjörnu hjólagarpar!

Sigurvegari Giro D’Italia árið 2012, Kanadamaðurinn Ryder Hesjedal var heiðursgestur KIA Gullhringins ír. Í ár var einnig metþátttaka enn og aftur. Nöfnum á leiðunum var breytt í KIA Gullhringurinn, KIA Silfurhringurinn og svo KIA Bronshringurinn.

Alvarlegt slys varð í keppninni þetta ár og munu keppendur og keppnishaldarar seint gleyma því. Frá mótslökum það ár hefur mótstjórn unnið með Vegagerðinni og Lögreglu og viðbragðsteymi í að efla enn frekar öryggismál í keppninni fyrir næsta ár og komandi ár.

Mótstjórn er efst í huga þakklæti til allra sem komu að því að aðstoða og hlúa að þeim sem slösuðust og öllum keppendunum sem ekki gátu lokið keppni þökkum við tillitsemina og skilningin á þessum erfiðu aðstæðum sem mótshaldarar og viðbragðsteymi keppninnar var að vinna við þennan örlagaríka dag í sögu KIA Gullhringsins.

2016 Timeline Photo

Frábært ár!

Stærsta breytingin í ár var sú að María Ögn steig af hjólinu og tók að sér framkvæmdastjórn KIA Gullhringsins þetta árið. Henni tókst verkið vel og umgjörð keppninnar aldrei verið glæsilegri en í ár. Enn var keppt á laugardegi og startað klukkan 18:00 enda bæði breytingar sem mælst höfðu vel fyrir og komu vel út.

Fjöldinn var í fyrsta sinn svipaður á milli ára enda var það yfirlýst markmið stofnenda keppninnar að halda sig við keppendafjölda í kringum 800 keppendur öryggisins vegna. Veður var með allra besta móti, smá gola og létt skýjað og þátttakendur skemmtu sér konunglega, bæði í brautinni og eftir keppni.

Hafsteinn Ægir Geirsson og nýliðinn Erla Sigurlaug Sigurðardóttir unnu KIA Gullhringinn þetta árið en þau komu bæði í mark á brautarmetum. Hafsteinn á tímanum 2:43:48 og Erla Sigurlaug á 2:52:32. Þau fóru eins og siguvegararnir í fyrra í ferð með KIA Gullhringnum til Mallorca núna í haust í boði ÖSKJU KIA umboðsins á Íslandi.

2015 Timeline Photo

Met þáttaka!

Þetta árið var enn eitt metið slegið og rúmlega 700 þátttakendur hjóluðu í risastóru hóp starti. Keppnin fór í fyrsta sinn fram að kvöldi til þar sem hún hófst klukkan 18:00 en hafði áður verið um morguninn og um miðjan daginn. Nýi tíminn hentar miklu betur út frá mörgum þáttum en öryggisþátturinn vegur þar mest þar sem enn er full birta á þessum tíma en umferð á Biskupstungnabraut, Lyngdalsheiði og um Þingvelli hríðfellur uppúr kl 18:00 samkvæmt mælum Vegagerðarinnar og því eykst öryggi keppenda á sama tíma.

Fjórða árið í röð kom María Ögn Guðmundsdóttir og sigraði kvennaflokkinn og Elvar Örn Reynisson kom sá og sigraði í flokki karla og í fyrstu verðlaun fengu þau ferð til Tenerieffe með Úrval Útsýn í boði ÖSKJU KIA umboðsins á Íslandi. Laugarvatn var umvafið hjólreiðum og stór hluti keppenda gistu á hótelum, í sumarbústöðum og á tjaldstæðinu á Laugarvatni. Veðrið var með eindæmum gott og gátu fjölskyldur unnt sér vel á Laugarvatni þessa helgina. Verðlaunaafhending og grillpartýið á eftir tókust vel og sannkölluð hjólapartý stemmning lá í loftinu. Önnur úrslit keppninnar má finna hér.

2014 Timeline Photo

Keppnin stækkar enn

Þetta árið voru þátttökumet fyrri ára slegin rækilega en um fjögur hundruð þátttakendur tóku þátt þetta árið. Í fyrsta sinn var keppt á laugardegi en veðrið var það versta sem keppnin hefur fengið yfir sig; rok, rigning og hitastigið rétt undir 10 gráðum um miðjan júlímánuð.

Keppendur áttu við ramman reip að draga og engin brautarmet í hættu þetta árið. Ingvar Ómarsson sigraði karlaflokkinn og María Ögn Guðmundsdóttir sannaði það að hún var drottning KIA Gullhringsins og sigraði kvennaflokkinn. Hópur hjólara frá Þýskalandi tók þátt í keppninni og þar var brotið blað því erlendir keppendur höfðu ekki sótt keppnina heim fyrr.

2013 Timeline Photo

Plata númer tvö!

Þátttaka tvöfaldaðist á milli áranna 2012 og 2013 en rétt um tvö hundruð manns hjóluðu í keppninni þetta árið. Það var milt og gott veður með smá úða þennan sunnudag. Mótstjórnin var í Héraðsskólanum og góð stemmning. Einn keppanda slasaðist illa rétt fyrir utan Laugarvatn en keppandinn féll illa og var lengi að ná sér. Þetta var áminning og hvatning fyrir mótshaldara að gera betur í öryggismálum og síðan 2013 hefur verið læknir á mótsstaðnum ásamt fullbúnum sjúkraflutningabíl og björgunarsveitarmönnum í brautinni og hvergi til sparað í öryggisþáttum.

Hafsteinn Ægir Geirsson vann keppni karla og María Ögn Guðmundsdóttir vann kvennaflokkinn. Þau voru valin hjólreiðafólk ársins þetta árið. Önnur úrslit 2013 eru hér.

2012 Timeline Photo

Fyrsta keppnin

Fyrsta keppnin var haldin sunnudaginn 1. september 2012 og þá var KIA Gullhringurinn í raun bara hugmynd. Okkur langaði að búa til keppni þar sem þátttakendur hjóla í gegnum yndisfagurt landslag Íslands. Við sáum fyrir okkur keppni fyrir byrjendur, millisterkan riðil og svo afrekshjólara. Leiðirnar hafa haldist eins frá upphafi þrátt fyrir að umgjörðin hafi vaxið gríðarlega á örfáum árum. Rétt um hundrað þátttakendur voru með okkur fyrsta árið. Sigurvegarar voru þau María Ögn Guðmundsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson.

Sponsor KIA
Sponsor Tag Heuer
Sponsor Fontana
Sponsor Garmin
Sponsor Snickers
Sponsor Snickers
Sponsor Snickers
Sponsor Samskip
Sponsor Byko

Fáðu keppnisblaðið beint!

Gakktu í hóp fríðan flokk af fólki sem fær nýjustu fréttir af keppninni ásamt skemmtilegum tengdum greinum og molum varðandi hjólreiðar á Íslandi og víðar.

© KIA Gullhringurinn 2012 - 2021
Website by: Gasfabrik