KIA Gullhringurinn

Eitthvað fyrir alla

KIA Gullhringurinn er umfangsmesta og ein vinsælasta og skemmtilegasta hjólreiðakeppni landsins. Keppnin er haldin á Laugarvatni ár hvert og hjólað um margar þekktustu náttúruperlur Íslands um leið og hjólað er um þekktustu söguslóðir þjóðarinnar, Skálholt, Bræðratungu svo ekki sé nú minnst á Þingvelli. Hérna finnurðu upplýsingar og kort af leiðunum.

Gullhringurinn leið A mynd

KIA Gull - 106km

A flokkurinn er fyrir lengra komna og með reynslu af hjólreiðum og ætlað götuhjólum fyrst og fremst (Racer / Cyclorcross).

Hjólað frá Laugarvatni sem leið liggur að Geysi. Beygt til hægri inn á Biskupstungnabraut rétt fyrir neðan Geysi og keyrt niður allar Biskupstungurnar sem leið liggur yfir Brúará og inná Grímsnesið alla leið niður að Þingvalla afleggjaranum.

Þaðan er hjólað upp Þingvallasveitina að beygjunni inn á Lyngdalsheiði og þaðan er svo hjólað í mark við Laugarvatn.

Gullhringurinn Flokkar

Verðlaunaflokkar

 • Efstu þrír í öllum flokkum
 • Aldursflokkar karla og kvenna:
 16-19 ára (16 til 18 ára með leyfi foreldra 20-29 ára
 • 30-39 ára
 • 40-49 ára
 • 50-59 ára
 • 60 ára eldri

 • Hver þáttakandi fær tímaflögu
 • Engir aldursflokkar eru í liðakeppni.
 • Birt með fyrirvara um breytingar
Gullhringurinn leið B mynd

KIA Silfur - 66.5þkm

Silfurhringurinn er fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af því að hjóla og ætlað götuhjólum fyrst og fremst (Racer / Cyclorcross).

Hjólað frá Laugarvatni sem leið liggur að Geysi. Beygt til hægri inn á Biskupstungnabraut rétt fyrir neðan Geysi og keyrt niður allar Biskupstungurnar sem leið liggur yfir Brúará og inná Grímsnesið alla leið að bænum Svínavatni. Þar er beygt til hægri inn á veginn upp að Apavatni og þaðan er svo hjólað sem leið liggur í mark á Laugarvatni.

Gullhringurinn Flokkar

Verðlaunaflokkar

 • Efstu þrír í öllum flokkum
 • Aldursflokkar karla og kvenna:
 16-19 ára (16 til 18 ára með leyfi foreldra 20-29 ára
 • 30-39 ára
 • 40-49 ára
 • 50-59 ára
 • 60 ára eldri

 • Hver þáttakandi fær tímaflögu
 • Engir aldursflokkar eru í liðakeppni.
 • Birt með fyrirvara um breytingar
Gullhringurinn leið C mynd

KIA Brons - 48km

Bronshringurinn er rétt um 45 kílómetra hringur utan um Laugarvatn. Það þátttökustig er fært venjulegum hjólum, fjallahjólum og cyclocross hjólum. Hér er um lauflétta keppni að ræða. Ekki mikið af brekkum og einstaklega fallegt landslag í hjarta sögu miðalda á Íslandi með Þingvelli, Laugarvatn og Skálholt í augnsýn.

Hjólað frá Laugarvatni að Geysi, beygt inn á Reykjaveg, rétt ofan við Boðmóðsstaða afleggjarann, og keyrt niður Reykjaveginn yfir Reykjaheiði ( misgrófur malarvegur ) inná Biskupstungnabraut fyrir neðan Vegatungu sem leið liggur yfir Brúará og inná Grímsnesið að bænum Svínavatni. Þar er beygt til hægri inn á veginn upp að Apavatni og þaðan er svo hjólað sem leið liggur í mark á Laugarvatni.

Gullhringurinn Flokkar

Verðlaunaflokkar

 • Efstu þrír í öllum flokkum
 • Aldursflokkar karla og kvenna:
 16-19 ára (16 til 18 ára með leyfi foreldra 20-29 ára
 • 30-39 ára
 • 40-49 ára
 • 50-59 ára
 • 60 ára eldri

 • Hver þáttakandi fær tímaflögu
 • Engir aldursflokkar eru í liðakeppni.
 • Birt með fyrirvara um breytingar
Sponsor KIA
Sponsor Tag Heuer
Sponsor Fontana
Sponsor Garmin
Sponsor Snickers
Sponsor Snickers
Sponsor Snickers
Sponsor Samskip
Sponsor Byko

Fáðu keppnisblaðið beint!

Gakktu í hóp fríðan flokk af fólki sem fær nýjustu fréttir af keppninni ásamt skemmtilegum tengdum greinum og molum varðandi hjólreiðar á Íslandi og víðar.

© KIA Gullhringurinn 2012 - 2021
Website by: Gasfabrik